Grunnupplýsingar

 
Hægt er að ná þúsundum sjónvarpsstöðva um gervihnött. Stærð móttökudiska fer eftir styrk merkisins. Fjöldi sjónvarpsstöðva sendir út í opinni dagskrá(FTA) og einnig er hægt að útvega áskriftarkort að fjölda erlendra sjónvarpsstöðva.
 
Helstu gervitungl sem hægt er að ná á Íslandi eru :
 
Astra 2 28,2E/Eurobird 28,5
Á þessu gervitungli er næstum allt breskt sjónvarps og útvarpsefni. Sky áskriftarpakkinn er þarna ásamt fjölda opinna rása s.s. BBC, ITV, CHANNEL FOUR, bíómyndarásir og fjöldi fréttarása. Diskastærð 85 cm.
 
Astra 1 19,2E
Á þessu gervitungli eru þýskar, spænskar, franskar rásir og nokkrum öðrum löndum.
Sky þýskaland áskriftarpakkinn og mikið af opnum þýskum rásum. Diskastærð 120 cm
 
Eutelsat 16,0 E
Rásir frá Serbíu, Albaníu og nálægum löndum. Digital Alb sjónvarpspakkinn er á þessu tungli. Diskastærð 120 cm
 
Hotbird 13,0
Mikið af rásum frá suður Evrópu, Frakkland, Ítalía, Pólland auk rása frá Asíu.
Pólsku áskriftapakkarnir Cyfra, N og Polasat eru á þessu tungli. Sky Italia og fullorðnisfræðslu áskriftapakkar er einnig þar að finna. Diskastærð 100-120 cm
 
Síríus 4,8E
Viasat áskrifarpakkinn er þarna en styrkur merkis er lítill. Einnig eru þarnar rásir frá austur evrópu. 120 cm og stærri.
 
Thor 1.0 W
Rúv og rás 1 & 2. Canal Digital áskriftarpakkinn auk rása frá Eystrasaltslöndunum.
Diskastærð 100 – 120 cm eftir staðsetningu.

 

Allar upplýsingar gefa sölumenn í síma 570-4700